Framhaldsnámskeiðin okkar! - Námstækninámskeið Hraðlestrarskólans

Ef þú hefur setið hraðlestrarnámskeið - eða situr hraðlestrarnámskeið þessa dagana - þá gæti verið gott að kíkja á framhaldsnámskeiðin sem eru í boði fyrir þig - og taka námsvenjurnar alveg í gegn.

Öll námskeiðin eru 4 vikna fjarnámskeið með vikulegum æfingaskilum

Námstækni - Námsbókin og námsvenjur - kr. 15.500

Á námskeiðinu lærir þú að: Glósa markvissar, spyrja lykilspurninga, finna aðalatriði í texta, gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum, ýta undir einbeitingu í lestri, vera virkari í þungum námslestri, forlesa efni með skýrari hætti, eftirlesa efni til að fylla upp í heildarmynd, hvernig þú átt að undirbúa þig fyrir kennslustund, hvernig þú átt að undirbúa þig og taka próf, greina hvernig þú lærir best, finna leiðir hvernig þú notar styrkleika þína betur í námi og finna veikleika þína í námi og leiðir að því að styrkja þá ásamt ýmsu öðru.

Skoða þetta námskeið!

Námstækni - Hugarkortin og glósurnar - kr. 15.500

Á námskeiðinu lærir þú að: Hvernig og af hverju hugarkortin hjálpa, Af hverju forritið iMindMap hjálpar, Hvaða reglur þarf að hafa í huga, Hvernig á að finna lykilorð og lykilatriði, Af hverju þú átt að forlesa og eftirlesa, Hvernig þú nærð að glósa markvissar með iMindMap, Hvernig á að leita uppi lykilspurningar, Af hverju það er nauðsynlegt að rifja upp og Hvernig þú getur rifjað upp og ýtt við huganum.

Skoða þetta námskeið!

Námstækni - HÁMARKStímastjórnun í námi - kr. 15.500

Á námskeiðinu lærir þú: Af hverju þú átt að halda bókhald yfir tímann þinn, af hverju þú hefur ekki náð stjórn á honum hingað til, hvernig þú breytir því og tekur stjórnina strax, hvernig þú átt að nota dagbók til að skipuleggja þig, hvernig þú notar skipulagsforrit, t.d. Google Calender í daglegu lífi, hvernig þú notar hugarkortaforrit, t.d. iMindMap til að skipuleggja daginn, af hverju einbeitingarleysi þitt er ávani, af hverju þú hefur nægan tíma til að vinna verkin þín, hvernig þú nærð í 2-5 auka klukkustundir á dag o.m.fl.

Skoða þetta námskeið!