Hvernig áttu að undirbúa og taka próf?
Hér finnur þú allt sem þú þarft að vita til að klára stóru verkefnin í náminu!

- 4 vikna fjarnámskeið með vikulegum æfingaskilum -

 

Taktu skrefið í dag og auðveldaðu þér að nýta betur tímann þinn - krækja í fleiri klukkustundir yfir daginn - bæta skipulag og minnka streitu í náminu!

LOKA SKILABOÐUM

Námstækni - Námsbókin og námsvenjur

Námskeiðið er beint framhald af hraðlestrarnámskeiði en nauðsynlegt er fyrir þátttakanda að hafa setið helgarnámskeið, 3 eða 6 vikna hraðlestrarnámskeið til að hafa not af þessu námskeiði. Námskeiðið er að grunni til byggt á námstækninámskeiði Hraðlestrarskólans en hér er þó farið dýpra á mjög mörgum sviðum en gert er almennt á námstækninámskeiðum. Námskeiðið er kennt í fjarnámi á kennsluvef Hraðlestrarskólans.

Markmið námskeiðs...

...er að gera nemendum almennt kleift að takast á við hvaða námsefni sem er og vinna betur og markvissar úr því efni. Farið er í glósur, tímastjórnun, prófundirbúning, styrkleika í nám eru skoðaðir, ásamt hvernig námsmaður undirbýr sig fyrir kennslustund, próf, verkefnavinnu eða ritgerðarvinnu o.fl.

Nemandi notar sitt eigið námsefni og vinnur það heimanám sem honum hefur verið sett fyrir í skólanum - hann er því að slá tvær flugur - læra fyrir námskeiðið og læra fyrir skólann - um leið og hann festir markvissari námsvenjur í sessi.

Á námskeiðinu lærir þú:  

  • Glósa markvissar
  • Spyrja lykilspurninga
  • Finna aðalatriði í texta
  • Gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum
  • Ýta undir einbeitingu í lestri
  • Vera virkari í þungum námslestri
  • Forlesa efni með skýrari hætti
  • Eftirlesa efni til að fylla upp í heildarmynd
  • Hvernig þú átt að undirbúa þig fyrir kennslustund
  • Hvernig þú átt að undirbúa þig og taka próf
  • Greina hvernig þú lærir best
  • Finna leiðir hvernig þú notar styrkleika þína betur í námi
  • Finna veikleika þína í námi og leiðir að því að styrkja þá
  • ...ásamt ýmsu öðru.

- Skráning á námstækninámskeið -