EINKAÞJÁLFUN Hraðlestrarskólans

– hraðlestrarnámskeiðið klæðskerasniðið að þínum tíma og þörfum!

  • Áttu erfitt með að mæta á almennt hraðlestrarnámskeið vegna búsetu eða anna?
  • Viltu staðnám, fjarnám eða blandað nám?
  • Þarftu meiri hjálp vegna lesblindu, athyglisbrests, lestrar- eða námsörðugleika?
  • Þarftu námskeið sem hentar betur þínum tíma og þínum þörfum vegna vinnu eða náms?

1 - EINKAKENNSLA í fjarnámi tengt staðnámi



Þegar þú situr almennt hraðlestarnámskeið - þá getur þú nýtt þér einkaþjálfun í fjarnámi til að ná meiri árangri hraðar. (Hentar fyrir 7-94 ára.)

Kíktu á 3-12 vikna EINKAÞJÁLFUN - tengt staðnámskeiði!

2 - EINKAKENNSLA í fjarnámi tengt fjarnámi



Þegar þú situr fjarnámskeið - þá getur þú nýtt þér einkaþjálfun í fjarnámi til að dýpka kunnáttu enn meira! (Hentar fyrir 14-94 ára.)

Kíktu á 4-12 vikna EINKAÞJÁLFUN í fjarnámi

3 - EINKAKENNSLA í fjarnámi fyrir foreldra


 

Þegar þú situr fjarnámskeið fyrir foreldra þá hefur þú kost á að taka það nám í einkaþjálfun í fjarnámi til að ná hraðar árangri fyrir þig og barnið þitt!

Kíktu á 6-8 vikna EINKAÞJÁLFUN fyrir foreldra
Skilaboð frá kennara:

"Námskeiðið er með ÆVIÁBYRGÐ - af því að árangur þinn skiptir mig öllu máli - ekki bara núna heldur um alla framtíð!"


 
Hvað segja nemendur um námskeiðið
„Ég heiti Katrín og mig langar að deila minni reynslu með ykkur. Ég þyki mjög góður nemandi og hóf mastersnám erlendis haustið 2013. Þetta er mjög spennandi nám, en það er óhætt að segja að ég varð fyrir nettu áfalli þegar lestrarefnið var tilkynnt. Lestrarmagnið sem kunna átti hverja viku var óheyrilega mikið og þegar fram liður stundir sá ég að þetta var mér lífsins ómögulegt að komast yfir. Nú voru góð ráð dýr og ég mundi að ég hafði alltaf ætlað á hraðlestrarnámskeið en lét aldrei verða af því. Nú var ég erlendis og vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér. Þá sá ég að Hraðlestrarskólinn var að auglýsa einkakennslu á Netinu. Ég hafði strax samband og pantaði námskeið og fékk gögnin send um hæl. Jón Vigfús tók mér opnum örmum og við sniðum námskeiðið að þeim knappa tíma sem ég hafði. Það skipti engum togum að ég þrefaldaði leshraða minn á ensku á skömmum tíma! Fræðigreinar sem áður tók mig upp undir 4 klukkustundir að lesa, gat ég klárað á einni klukkustund. Ég er í tölfræði og þegar nemendurnir fréttu að ég væri búin að lesa alla tölfræðibókina, þá áttu þeir ekki orð, enda ekki nokkur annar búinn að reyna það! Ég nýt núna námsins og eins og svo margir, sé ég bara eftir því að hafa ekki pantað einkakennslu fyrr. Frábært að læra í gegnum Netið og persónuleg og góð þjónusta. Ég fékk einstök ráð sem ég bý að í framtíðinni. Hjartans þakkir fyrir mig.“

- Katrín, 39 ára
Mastersnemi

„Ég get varla mælt nógu mikið með þessari einkakennslu! Þetta hefur verið frábært í alla staði og Jón er einstaklega fær leiðbeinandi. Námskeiðið fór langt fram úr mínum björtustu vonum og ég hef náð að margfalda lestrarhraðan á ekki nema 3 vikum sem mun nýtast mér afskaplega vel bæði í námi og starfi.“

- Brynjar Örn Sveinjónsson
Flugmaður

Algengar spurningar

“Það kom mér á óvart hversu mikið er hægt að auka leshraðann. Frábær og einföld leið til að auka afköst í starfi.”

- Auðbjörg Ólafsdóttir, 28 ára Hagfræðingur

 


 

Kíktu á umsagnir nemenda sem hafa setið námskeiðið.

 

Kíkja á umsagnir NÚNA!