4 vikna EINKAKENNSLA í fjarnámi
- Aðhaldsferli með 6 vikna fjarnámskeiði í hraðlestri
4 vikur með kennara!
180-220 mín. aðhaldsferli með kennara - kennt í gegnum kennsluvefinn! Ásamt aðgangi að kennsluvef fyrir öll kennslugögn!
6 vikna fjarnámskeið!
790+ mín. þar sem nemanda fylgt eftir í gegnum 6 vikna æfingaferli á vef með prófum,myndskeiðum, PDF-skjölum og ýmsum aukagögnum!
Ábyrgjumst árangur!
Einkakennslunni fylgir árangursábyrgð, ánægjuábyrgð og æviábyrgð - og tryggir þér rétt til að endurtaka fjarnámskeiðið aftur.
Katrín - 39 ára mastersnemi
„Ég heiti Katrín og mig langar að deila minni reynslu með ykkur. Ég þyki mjög góður nemandi og hóf mastersnám erlendis haustið 2013. Þetta er mjög spennandi nám, en það er óhætt að segja að ég varð fyrir nettu áfalli þegar lestrarefnið var tilkynnt. Lestrarmagnið sem kunna átti hverja viku var óheyrilega mikið og þegar fram liður stundir sá ég að þetta var mér lífsins ómögulegt að komast yfir. Nú voru góð ráð dýr og ég mundi að ég hafði alltaf ætlað á hraðlestrarnámskeið en lét aldrei verða af því. Nú var ég erlendis og vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér. Þá sá ég að Hraðlestrarskólinn var að auglýsa einkakennslu á Netinu. Ég hafði strax samband og pantaði námskeið og fékk gögnin send um hæl. Jón Vigfús tók mér opnum örmum og við sniðum námskeiðið að þeim knappa tíma sem ég hafði. Það skipti engum togum að ég þrefaldaði leshraða minn á ensku á skömmum tíma! Fræðigreinar sem áður tók mig upp undir 4 klukkustundir að lesa, gat ég klárað á einni klukkustund. Ég er í tölfræði og þegar nemendurnir fréttu að ég væri búin að lesa alla tölfræðibókina, þá áttu þeir ekki orð, enda ekki nokkur annar búinn að reyna það! Ég nýt núna námsins og eins og svo margir, sé ég bara eftir því að hafa ekki pantað einkakennslu fyrr. Frábært að læra í gegnum Netið og persónuleg og góð þjónusta. Ég fékk einstök ráð sem ég bý að í framtíðinni. Hjartans þakkir fyrir mig.“
Kennsluform:
4 vikna EINKAKENNSLA Hraðlestrarskólans er hugsuð sem viðbót fyrir þá sem ætla sér að nýta 6 vikna fjarnámið til að sækja grunnþekkingu í hraðlestrartækninni fljótt en vilja fá örlítið meiri leiðsögn frá kennara í gegnum vef. Nemanda er þá fylgt eftir í 6-10 vikur með blöndu af einkakennslu í gegnum kennsluvefinn og aðgangi að 6 vikna fjarnámi með prófum, tilbúnum myndskeiðum og æfingum. Kennslan fer almennt fram fyrri hluta dags – kl. 7-15 – en almennt er kennslutími mjög sveigjanlegur og auðvelt að lengja æfingaferli og þá jafnan eftir hentugleika nemanda.
- Kennt á kennsluvef Hraðlestrarskólans
- Nýtt efni opnað einu sinni í viku
- Vikulegt árangursmat
Námskeiðið hentar fyrir:
- Alla (16 ára til 94 ára), sérstaklega fyrir námsmenn en hentar líka fyrir fólk í atvinnulífinu eða þá sem þurfa eða vilja almennt lesa mikið.
- Háskóla- eða meistaranema erlendis eða hérlendis sem vegna búsetu eða anna komast ekki á almennt námskeið en þurfa að klára stór verkefni, ritgerðir eða undirbúa erfið og flókin próf.
- Stjórnendur sem vinnu vegna og anna hafa ekki kost á að sitja almennt námskeið - en þurfa vinnu sinnar vegna að lesa mikið af vinnutengdu lesefni, skýrslum, greinum, handbókum eða fundargerðum.
Heimanám og algengur árangur:
Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum á kennsluvef.
Algengur árangur:
Rúm þreföldun á lestrarhraða, 15-20% aukning á skilningi.
Innifalið í námskeiðagjaldi:
Mikill aðgangur að kennara í gegnum kennsluvef, aðgangur að kennsluvef með gögnum og æfingum á netinu, aðgangur að kennara og gögnum eftir að námskeiði lýkur og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið fjarnámskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf.
Brynjar Örn Sveinjónsson - Flugmaður
„Ég get varla mælt nógu mikið með þessari einkakennslu! Þetta hefur verið frábært í alla staði og Jón er einstaklega fær leiðbeinandi. Námskeiðið fór langt fram úr mínum björtustu vonum og ég hef náð að margfalda lestrarhraðan á ekki nema 3 vikum sem mun nýtast mér afskaplega vel bæði í námi og starfi.“
KENNARI SKOÐAR meðal annars:
- Af hverju við lesum almennt svona hægt
- Hvernig hægt er að vel rúmlega tvöfalda lestrarhraða án þess að skilningur detti niður.
- Af hverju lestrarskilningur og lestraránægja eykst við að lesa hraðar.
- Skoðar lestur mismunandi lesefnis.
- Leiðir að finna aðalatriði með skjótum hætti.
- Grunnþætti þess að glósa markvissar.
- og margt fleira!
13+ klukkutímar af kennsluefni
Í 6 vikna fjarnáminu kafa ég mun dýpra en á lengstu námskeiðunum hjá mér (10 vikna almenn námskeið) þar sem ég hef meiri tíma til að kynna efnið.
70 daga aðgangur að efninu!
En æviábyrgðin tryggir þér að þú getur alltaf óskað eftir að virkja 6 vikna fjarnámskeiðið aftur seinna - og eins oft og þú vilt - eða telur þig þurfa!
Hér stjórnar ÞÚ ferðinni!
Hvenær þú byrjar – hvar þú ert – þú lærir hraðlestur þegar þér hentar - á vef í tölvunni eða í gegnum einfalt app í síma eða spjaldtölvu!
Eftir hverju ertu að bíða?
Byrjaðu STRAX í dag að bæta lestrarfærnina þína!
EINKAÞJÁLFUN Hraðlestrarskólans
– hraðlestrarnámskeiðið klæðskerasniðið að þínum tíma og þörfum!
Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur í gegnum kennsluvef, aðgangur að kennsluvef með gögnum og æfingum á netinu, aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið almennt hraðlestrarnámskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf.
Birna Dröfn Birgisdóttir - 23 ára Meistaranemi í alþjóðaviðskiptum
“Frábært námskeið með mjög góðum kennara sem hefur mikla þekkingu á efninu. Hjálpar einnig mikið að hafa farið yfir glósutækni, tímastjórnun og fleira. Námskeiðið stóðst mínar væntingar :-)”