4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!
Hvaða lestrarvenjur hafa kunnáttusamir afbragðs lesendur tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur? Hvaða lestrarvenjur átt þú að tileinka þér til að feta í þeirra spor.
Skoða
Umsagnir nemenda Hraðlestrarskólans
Hjálpar hraðlestur þeim sem eru með athyglisbrest eða ofvirkni?
Þeir sem eiga við athyglisbrest eða ofvirkni að stríða, hafa jafnvel verið greindir með ADHD eða ADD finna fyrir miklum mun við það að nota þessa tækni við lesturinn sinn. Ástæðan sú að aðferðin leyfir huganum í raun ekki að velta öðrum atriðum fyrir sér. Með því að virkja okkur við lesturinn erum við stöðugt að minna hugann okkar á markmiðið með lestrinum. Við erum stöðugt að halda huganum við efnið og fá hann til að taka þátt í lestrinum með því að finna aðalatriðin. Þess vegna finna þeir sem eiga við einbeitingarskort eða athyglisbrest að stríða fyrir þessum mikla mun.
Hvað gerist í lestri þegar einbeitingarskortur, athyglisbrestur, ofvirkni, ADHD eða ADD er að trufla?
Allir þeir er lesa finna fyrir einbeitingarleysi við lestur af og til og útskýrist helst af því hve hægt við lesum. Þeir sem hafa verið greindir með athyglisbrest, ofvirkni ADHD eða ADD – finna aftur á móti mjög oft fyrir þessu enda er hugurinn þeirra alltaf á mikilli ferð og þeir þurfa eingöngu að horfa í að hugurinn þeirra ræður við miklu meiri hraða en þeir eru að bjóða honum upp á og eðlilega dettum við út – þegar við lesum svona hægt.
Hugurinn okkar ræður auðveldlega við að lesa á í kringum 400 orðum á mínútu – að lágmarki – en hugurinn getur farið mun hraðar. Meðallesandi les í kringum 240-300 orð á mínútu og er því alltaf að lesa undir þeim lágmarkshraða sem hugurinn okkar ræður við. Þegar við lesum hægar – fer hugurinn að nota þennan umframafl sitt í annað efni. Hann fer að velta fyrir sér bíómynd frá því í gær, matnum á eftir eða verkefnin um helgina – og áður en þú veist af ertu dottin út úr lestri bókarinnar. Þú þarft núna að velta fyrir hvar dastu út og þarft að fletta tilbaka og finna hvar í bókinni þú hættir að lesa.
Önnur ástæða fyrir því að þetta gerist er að efnið er ekki að ná til okkar. Við þekkjum það ekki nægilega vel, okkur vantar meiri og betri grunn til að byggja á og tökum við sérstaklega á því á hraðlestrarnámskeiði. Hitt er síðan að virkja okkur meira við lesturinn. Ef við sitjum bara með bók í hönd og þeysumst í gegnum textann þá er mjög auðvelt fyrir hugann okkar að kúpla út, sérstaklega ef lesið er hægt.
Á hraðlestrarnámskeiði leiði ég einmitt nemendur í gegnum það hvernig þau geta bætt úr þessu og haldið athygli og einbeitingu í öllu lesefni.
Umsagnir nemenda með athyglisbrest, ofvirkni, ADD eða ADHD
Hvað segja þeir sem sótt hafa hraðlestrarnámskeið um það (með leyfi viðkomandi)?
“Ég hef fundið aðferð til að lesa fræðibækur og tímaritsgreinar (í fagtímaritum), nokkuð sem reyndist mjög erfitt áður eða ómögulegt vegna athyglisbrests.”
44 ára Doktorsnemi.
“Það hefur ALDREI verið jafn skemmtilegt að lesa bækur með bullandi lesblindu og athyglisbrest.”
Lilja Líf, 17 ára nemi í MH.
“Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Ég hef lengi átt erfitt með lestur vegna lesblindu og ADHD og bjóst aldrei við því að bæta mig eins og ég gerði. Ég mæli 100% með námskeiðinu og mun klárlega nýta mér það aftur.”
Emelía, 20 ára starfsmaður á Landspítala.
“Bjóst ekki við svona miklum framförum þar sem ég er með ADHD og hef átt við mikla námsörðugleika að stríða.”
Arna Skaptadóttir, 22 ára nemi.
“Ég bætti lestrarhraðann töluvert. Hjálpar mér að halda athygli og nálgast námsefnið sem var erfiðara sökum athyglisbrests. Mæli með þessu fyrir alla.”
Guðmundur Ingi Björnsson, 25 ára háskólanemi.
“Áður en ég fór á námskeiðið hélt ég að ég væri með lesblindu eða athyglisbrest, en ég er búinn að gleyma þeim pælingum núna. Frábært námskeið sem gefur manni nýja innsýn á lærdóminn í skólanum.”
Bjarni Magnússon, 23 ára nemi.
“Ég hef ekki verið greind en er mjög líklega með einhverskonar athyglisbrest. Þetta námskeið mun hjálpa mér að vinna úr því!”
26 ára nemi.
FRÍTT kennsluefni & þjálfun:
Hér finnur þú FRÍTT kennsluefni og þjálfun frá Hraðlestrarskólanum - fyrstu skrefin fyrir þig að halda af stað í að bæta lestrarfærni, ýta við lestrarvenjum og taka lesturinn þinn markvissari tökum í námi, vinnu eða daglegu lífi. Kíktu inn í dag og skoðaðu úrvalið!
Skoða