4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Hvaða lestrarvenjur hafa kunnáttusamir afbragðs lesendur tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur? Hvaða lestrarvenjur átt þú að tileinka þér til að feta í þeirra spor.
Skoða

Læknar hraðlestur lesblindu?

Þetta er spurning sem kemur stundum upp í tímum og þá oft frá lesblindum nemendum sem hafa sótt námskeiðið og eru þá að velta þessu fyrir sér þar sem þeir náðu það miklum árangri. Svarið er þó einfalt; Nei, hraðlestur læknar ekki lesblindu. Hraðlestur hjálpar aftur á móti lesblindum gríðarlega mikið að yfirstíga þetta oft erfiða skref að lesa mikið – og þá sérstaklega flókið lesefni – líkt og námsefnið getur stundum verið.  Rúmlega 30% nemenda sem sitja námskeiðin okkar eru með lesblindu á einhverju stigi eða eiga við einhverja lestrarörðugleika að stríða. Námsráðgjafar og sérkennarar hafa enda verið mjög duglegir í gegnum tíðina að vísa nemendum sínum sem eiga við lestrarörðugleika að stríða, t.d. lesblindu, dyslexíu, hæglæsi eða einbeitingarskort til okkar enda vita þeir af reynslu hvernig hraðlestrarkunnáttan er að auðvelda lesblindum nemendum þeirra í náminu og við almennan lestur.

En leyfum þeim lesblindu nemendum sem hafa setið hraðlestrarnámskeiðið að segja sína sögu:

Umsagnir lesblindra nemenda

Hvað segja þeir sem sótt hafa hraðlestrarnámskeið um það (með leyfi viðkomandi)?

“Það hefur ALDREI verið jafn skemmtilegt að lesa bækur með bullandi lesblindu og athyglisbrest.”

Lilja Líf, 17 ára nemi í MH.

“Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Ég hef lengi átt erfitt með lestur vegna lesblindu og ADHD og bjóst aldrei við því að bæta mig eins og ég gerði. Ég mæli 100% með námskeiðinu og mun klárlega nýta mér það aftur.”

Emelía, 20 ára starfsmaður á Landspítala.

"Ég hélt að ég ætti ekki séns á því að bæta lesskilninginn minn og leshraða eins mikið og aðrir vegna lesblindu en það hefur hér með afsannast. Ég rúmlega þrefaldaði hraðann og bætti skilninginn og mér að óvörum lærði ég að tileinka mér góða glósutækni."

Katrín Sigurðardóttir, 28 ára Mastersnemi í Verkefnastjórnun.

“Ég fann fyrir auknu sjálfstrausti í námi. Ég er lesblind og alltaf lesið mjög hægt. Ég finn núna hvað ég kemst hraðar í gegnum efnið. Einnig er mér farið að finnast gaman að lesa skáldsögu og er búin að velja þrjár bækur sem ég vil klára í október!”

Kristín, 23 ára nemi.

“Þreföldun á lestrarhraða. Tvöföldun á lesskilning. Tók með mér tvo krakka, 11 ára og 13 ára. Sami árangur hjá þeim. Annað þeirra greint með lesblindu.”

Guðmundur, 45 ára Málari.

“Ég þurfti að auka hraðann minn og skilning. Ég er lesblind og las mjög hægt og mundi lítið. Ég fann þetta námskeið og sé svo sannarlega ekki eftir því. Frábært námskeið í alla staði. Ég er búin að 4X hraðann minn og læra mun betri námstækni.”

Elísabet, 31 árs tilvonandi nemi.

“Ég var ekki viss um að þetta myndi hjálpa mér því það hafa allir sagt að lesblindir geti ekki lesið vel. En núna get ég lesið mun hraðar en vanalega. FIMM-faldaði hraðann!”

20 ára nemi.

“Ég er lesblindur og um það bil 10 ár síðan að ég las síðast bók. Nám og leit að þekkingu sýndi mér hversu mikilvægur lestur er. Þrefaldaði hraðann á 14 dögum. Hvað gerist á næstu 14 vikum!”

Magni Grétarsson, 25 ára námsmaður.

“Tilvalið fyrir alla – sérstaklega lesblinda!”

Vilmundur, 17 ára nemi í MH.

“Námskeiðið veitti mér mikla von. Ég er lesblind og hef alltaf lesið hægt og haft lítinn lesskilning. Lesskilningur minn þrefaldaðist og lestrarhraðinn einnig. Þú lærir ekki aðeins að lesa heldur að læra.”

Þórdís Arna, 21 árs námsmaður.

“Skýrt og gott námskeið sem veltir manni yfir þann dranga að vera lesblindur.”

Logi Bjarnason, 30 ára myndlistamaður og verðandi heimspekingur.

“Ég var mjög óviss gagnvart námskeiðinu í byrjun en ég gerði æfingarnar heima og sá stórkostlegan mun bæði á hraða og skilningi. Ég myndi mæla með því handa öðrum lesblindum námsmönnum.”

Bjarki Björgvinsson, 21 árs háskólanemi/Rafvirki.

“Frábært námskeið, kom hingað með 14 ára syni mínum sem las mjög hægt og var farið að há honum í námi. Ákvað að koma með honum til stuðnings og ótrúlegt að sjá lestrarhraðann aukast fimmfalt á fjórum klukkutímum.”

Álfhildur Erla, 34 ára dagmóðir.

“Ég hafði alltaf átt í erfiðleikum með lestur og skilning en eftir að hafa setið þetta námskeið breyttist það til muna. Ég hélt að kraftaverk væru bara til í ævintýrum. Takk fyrir mig! :-)”

Gunnar Torfi Steinarsson, 17 ára nemi.

“Frábært námskeið. Kom mér gríðarlega á óvart hversu gott það er og hvað ég náði miklum árangri á stuttum tíma. Ég er með lesblindu og nú eftir námskeiðið get ég lesið á sama hraða og fólk sem hefur ekki lesblindu.”

Hafdís Sigurðardóttir, 21 árs nemi í HR.

“Ég var ekki bjartsýn á því fyrir námskeiðið að hraðlestur væri eitthvað fyrir mig. Frænka mín hafði farið á þetta og hún sagði við mig að ég gæti alveg eins sleppt því að fara í háskóla ef ég færi ekki á að minnsta kosti eitt svona námskeið. Ég er mjög lesblind og áður en ég byrjaði á námskeiðinu las ég minna en 100 orð á mínútu. Eftir að hafa sótt námskeiðið er ég 100% sammála frænku minni. Ég hefði aldrei átt erindi í það nám sem ég er að fara í nema út af Hraðlestrarskólanum.”

20 ára nemi.

“Þetta námskeið er frábært fyrir nemendur sem eru með lesblindu. Það hjálpar við að stjórna augunum betur við lestur, sem er mjög mikilvægt við erfitt háskólanám.”

Ágúst, 36 ára Verkefnastjóri.

“Ég er mjög sáttur með námskeiðið. Ég er með lesblindu og íslenskt menntakerfi setti mig í hóp blindra með því að gefast upp á mér og láta mig hafa hljóðbækur. En eftir þetta námskeið varð stór breyting á þessu hjá mér.”

Einar Hermannsson, 20 ára Rafvirki.

“Ég er lesblind og var ekkert að búast við því að ná miklum árangri. Mér fannst þægilegt að vita af því að ef ég myndi ekki tvöfalda lestrarhraðann þá fengi ég endurgreitt. En viti menn! Ég fæ ekki endurgreitt því ég margfaldaði lestrarhraðann … Takk fyrir!”

Sigrún, 21 árs háskólanemi.

“Ég var stressuð að koma á námskeiðið þar sem þetta snýst um lestur og ég er með dyslexíu og reyni að komast hjá því að lesa. Þetta namskeið hefur opnað svo margar leiðir fyrir mig í lestri og námi og þá sérstaklega trú á sjálfa mig.”

Bryndís Ósk, 25 ára nemi.

“Þetta var fínt námskeið. Fyrst vildi ég ekki fara en eftir fyrsta tímann þá fannst mér þetta mjög sniðugt námskeið fyrir mig því ég er lesblind. Og ég er búin að fjórfalda lestrarhraðan minn.”

16 ára nemi.

“Ég er í háskólanámi og kvíði fyrir lestri komandi missera. Núna eftir námskeiðið held ég glaðbeitt áfram menntaveginn. Ég er lesblind og byrjaði aftur í námi eftir 20 ára hlé. Kláraði stúdentinn fyrir ári síðan. Hef aldrei gefið mér tímann í þetta námskeið en nú er þörf.”

Anna Njálsdóttir, 41 árs nemi.

“Ég bjóst við að fá góðan árangur úr þessu námskeiði en ekki svona góðan árangur. Ég náði að tæplega sexfalda hraðann minn og auka skilning, þrátt fyrir að ég sé með smá lesblindu. Þetta á alveg pottþétt eftir að hjálpa mér í áframhaldandi námi. Mæli með þessu námskeiði fyrir alla.”

19 ára tilvonandi nemi í háskóla.

“Þegar ég frétti fyrst af námskeiðinu var ég ekki að nenna í fyrstu en sé ekki eftir að hafa farið! Fyrstu vikuna bjóst ég ekki við svona miklum árangri en náði svo að sjöfalda lestrarhraðann og er mjög ánægð. Tímarnir eru vel skipulagðir og góðir. Öll aðstaðan er þægileg. Það var líka mælt með námskeiðinu eftir að ég tók lesblindupróf.”

Linda Ramdani, 15 ára nemi.

“Ég tel að svona námskeið ætti að vera valfag í grunnmenntun fyrir alla, innan menntakerfis Íslands. Þetta er námskeið sem allir geta lært af og bætt sig. Persónulega er líðan mín í lestri verandi lesblind, stórbætt. Takk fyrir mig!.”

Mireya Samper, 43 ára listakona.

“Ég var rétt svo að ná yfir 100 orð á mínútu vegna lesblindu. Nú hef ég þre-fjórfaldað hraðann minn og er vel undirbúinn fyrir námið. Líka sérstaklega ánægður með glósutæknina sem ég lærði.”

Sindri Þ. Stef., 24 ára nemi.

“Ég hafði farið í lesblindupróf þar sem kom fram að ég læsi einungis 110 orð á mínútu. Þetta hamlaði mér í námi. Nú les ég 586 orð á mínútu. Og það mun koma sér mjög vel það sem eftir er af náminu. Námskeiðið byggir mann einnig upp á jákvæðan hátt og hvetur mann áfram. Þetta er frábært!”

Rósa Gunnsteinsdóttir, 26 ára nemi.

“Þetta er gott námskeið. Ég er mjög, mjög lesblind og þetta nýttist mér ágætlega, ég les hraðar, samt er lesskilningurinn mjög góður ef ekki bara betri.”

Heiðdís Gunnarsdóttir, 17 ára nemi í MH.

“Ég fór á námskeiðið til að aðstoða 12 ára son með lesblindu. Kom á óvart hvað þetta var gaman og sé fram á það að ég lesi meira í framtíðinni.”

Sigríður H. Sig., 47 ára leiðbeinandi í grunnskóla.

“Námskeiðið er frábært fyrir fólk eins og mig, sem er haldið lesblindu. Námskeiðið skilaði ekki bara þeim árangri sem ég vonaðist eftir, heldur miklu meiru.”

Þórður Þorsteinsson, 15 ára nemi.

“Ég hélt að ég myndi lesa hægt alla tíð og ekki skilja það sem ég væri að lesa útaf því að ég væri lesblind. Eftir að hafa setið á þessu námskeiði og æft mig, gengur mér miklu betur að lesa og skilja það sem ég les. Námskeiðið hefur hvatt mig til að lesa fleiri bækur.”

Sigga Dóra, 17 ára nemi í Hraðbraut.

“Ég hafði mínar efasemdir um að þetta myndi gagnast mér, þar sem ég er með lesblindu. En eftir námskeiðið hef ég mikla trú á að ég geti nýtt mér þessa tækni í námi. Tvöfaldaði lestrarhraðann á einum sólarhring. Takk fyrir mig.”

29 ára nemi.

FRÍTT kennsluefni & þjálfun:

Hér finnur þú FRÍTT kennsluefni og þjálfun frá Hraðlestrarskólanum - fyrstu skrefin fyrir þig að halda af stað í að bæta lestrarfærni, ýta við lestrarvenjum og taka  lesturinn þinn markvissari tökum í námi, vinnu eða daglegu lífi. Kíktu inn í dag og skoðaðu úrvalið!

Skoða