4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Hvaða lestrarvenjur hafa kunnáttusamir afbragðs lesendur tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur? Hvaða lestrarvenjur átt þú að tileinka þér til að feta í þeirra spor?

Smelltu hér til að fá svarið!

Umsagnir nemenda Hraðlestrarskólans

Almennar umsagnir

16 ára og yngri

17 ára - 22 ára

31 árs - 40 ára

41 árs og eldri

Lesblindir nemendur

Athyglisbrestur-ADD-ADHD

Atvinnulífið

Umsagnir 23 ára – 30 ára

Hvað segja þeir sem sótt hafa hraðlestrarnámskeið um það (með leyfi viðkomandi)?

„Þetta var einmitt það sem uppá vantaði hjá mér.  Hef alltaf verið lengi að lesa og sjaldan náð að komast yfir allt námsefni. Búin að rúmlega 7falda hraða og bæta skilning um helming. Er full af trú á sjálfri mér og er að byrja aftur í skóla núna eftir langa pásu.  Takk kærlega fyrir mig.“

Guðrún Jóna Hreggviðsdóttir, 27 ára – 3 barna móðir og verðandi nemi

Áhugi minn á lestri stórjókst við að lesa á meiri hraða. Mjög ánægður með skólann.”

Róbert, 27 ára hópstjóri.

“Ég er í háskólanámi og með börn á heimili. Ég hef átt sífellt erfiðara með að komast í gegnum allt námsefnið mitt.  Þegar ég kom á námskeiðið voru vorprófin að byrja og mjög stór hluti námsefnisins ólesinn vegna óvenju mikillar verkefnavinnu.  Ég var orðin mjög stressuð og bjóst ekki við að geta lesið nema brot af efninu.  Tæknin sem ég lærði hjálpaði mér að komast í gegnum næstum allt námsefnið fyrir prófin og skilningur var það góður að ég var á meðal hæstu nemenda í öllum kúrsunum.

Sigrún Halla Ásgeirsdóttir, 30 ára háskólanemi.

Skilvirkt og fljótlegt.  Fjórfaldaði hraða minn!  Munar um minna í námi!

Andri Már, 25 ára nemi.

“Hafði farið á hraðlestrarnámskeið í Borgarholtsskóla og missti fljótt niður árangur og var því skeptískur nú í byrjun.  En ég er harður á því að halda betur í efnið í þetta skiptið.  Ég er BS Viðskiptafræðingur og hafði aldrei farið í gegnum heila bók en það gerði ég í fyrsta skiptið í síðustu viku á 3 dögum og er að klára næstu.  Námskeiðið á eftir að skila mér meistaragráðu og árangri sem ég leita eftir.

Snorri Sigurjónsson, 25 ára Meistaranemi og Viðskiptafræðingur.

Gott námskeið sem á eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni.

Stefán Helgi Jónsson, 29 ára Hagfræðingur.

Hnitmiðað og markvisst nám sem nýtist strax á fyrsta degi.  Klárlega vendipunktur í þekkingaröflun í komandi framtíð.

29 ára bankastarfsmaður.

Árangur minn eftir setu á námskeiðinu er langt framúr mínum björtustu vonum.

Jón Óskar, 28 ára Viðskiptafræðingur.

“Opnaði nýjar víddir fyrir mér.  Nú verður próflestur leikur einn í stað þess að vera kvöð áður fyrr.

Arinbjörn Marínósson, 27 ára nemi.

“Ég var ekki nógu dugleg að æfa mig heima, en engu að síður náði ég markmiðinu sem ég setti mér í upphafi námskeiðs.  Helstu kostirnir við aukinn leshraða finnast mér vera aukin athygli við lestur, betri heildarsýn á lesefnið og það að geta lesið (náms)efni oftar yfir á styttri tíma.

Arndís Anna Kristínar-og Gunnarsdóttir, 24 ára laganemi.

Átti ekki von á miklum árangri, en árangurinn kom í ljós strax eftir fyrstu kennslustund. Þetta kemur til með að nýtast vel í háskólanáminu.”

Erla Ómarsdóttir, 23 ára nemi.

“Góð tilfinning.  Gaman að sjá aukninguna á lestrarhraðanum.  Fólk á erfitt með að trúa því að maður lesi 1 bók á kvöldstund. Tilfinningin er frábær og þá er markmiðinu náð.  Takk fyrir mig.”

Þór Sæþórsson, 25 ára Viðskiptafræðingur og Mastersnemi í fjármálafræði.

“Það kom mér á óvart hversu mikið er hægt að auka leshraðann.  Frábær og einföld leið til að auka afköst í starfi.

Auðbjörg Ólafsdóttir, 28 ára Hagfræðingur

Frábært námskeið sem fer fram úr öllum vonum.  Það er mikill metnaður og komið til móts við mann í orði og borði!

Soffía, 23 ára nemi.

“Vil bara þakka fyrir mig. Mér fannst leiðinlegt að lesa og las mér aldrei til yndisauka.  En viðhorfið hefur breyst og mun ég klárlega lesa meira í framtíðinni.

27 ára nemi.

Mjög markvisst og gott námskeið sem skilar topp árangri á skömmum tíma.

Katrín Þ. Björgvinsdóttir, 23 ára nemi.

“Frábært námskeið.  Á eftir að hjálpa mikið í háskólanáminu.  Sé núna fram á að eiga mér líka eitthvað félagslíf :)

25 ára háskólanemi.

“Námskeiðið er frábært.  Kennslan þægileg og skipulögð.  Ég þrefaldaði lestrarhraða og jók skilning um leið. Mæli með þessu fyrir alla.”

Hallur Helgason, 28 ára hönnuður.

“Námskeiðið skilaði meiri árangri en ég átti von á í upphafi.  Aukinn lestrarhraði og tæknin sem við lærðum við lestur á án efa eftir að skila sér í náminu.  –> Námskeiðið styrkti sjálfstraust til lesturs og skilnings mikið.

Sigríður Rún Steinarsdóttir, 23 ára nemi í félagsráðgjöf HÍ.

Þetta er eitthvað sem allir ættu að nýta sér. Þetta ætti í raun að vera kennt í grunnskóla.  Ég bætti hraða minn mikið og mæli hiklaust með þessu við alla sem spyrja mig álits.”

Óttar K. Bjarnason, 24 ára nemi í HÍ.

“Var mjög ánægður með námskeiðið.  Bæði árangur og kennslu.  Las frekar hægt áður og eyddi miklum tíma í lestur.  En ekki lengur.

Árni G. Gunnarsson, 25 ára rafvirki.

“Ég var ánægður með námskeiðið.  Kennslan var áhugaverð, skilvirk og góð.  Ég rúmlega þrefaldaði lestrarhraðann og bætti skilning líka. Það er ekki vafi að þetta mun gagnast mér bæði í leik og starfi í framtíðinni.”

Haraldur Björn Sverrisson, 28 ára eilífðarstúdent.

Hafði ekki mikla trú á þessu fyrst en hef alveg skipt um skoðun. Þrefaldaði lestrarhraðann og öðlaðist meiri skilning í leiðinni.  Frábært námskeið.”

Helena G., 29 ára Viðskiptafræðinemi.

Fór á námskeiðið til að gá hvort að ég gæti bætt leshraðann minn þar sem ég les gífurlegt magn af bókum.  Endaði með að 4-falda hraðann minn. Gífurlega sáttur.”

Gunnar Funi, 25 ára Tæknimaður/kerfisstjóri.

“Hraðlestrarnámskeiðið er mjög gagnlegt í námi & starfi.  Kenndi mér að lesa og glósahraðar og betur…, lestrarhraði tvöfaldaðist og skilningur jókst líka :)  Frábært

Arndís Bára Ingimarsdóttir, 23 ára nemi.

“Ég sé mest eftir því að hafa ekki farið á þetta námskeið fyrir löngu.  Ég hefði getað sparað mér mikinn tíma í að gera ýmislegt annað en að eyða tímanum í lesa á bókasafninu. Ég er núna búin að tvöfalda lestrarhraðann og hef tvöfalt meiri tíma í að gera það sem mér finnst skemmtilegast.”

Inga Lilja Pálsdóttir, 23 ára Meistaranemi í HR.

“Frábært námskeið.  Góður kennari, með góða þolinmæði :)…og hvetjandi.  Mjög hvetjandi og frábært að maður getur komið hvenær sem er í upprifjun. Kenndi mér að lesa uppá nýtt.”

24 ára nemi.

“Ég get tvímælalaust mælt með þessu námskeiði fyrir hvern þann sem þarf að komast yfir ógrynni upplýsinga á mettíma…og þekkja innihald þeirra vel. Og fyrir vikið uppsker ég meiri tíma aflögu fyrir mig og mína.  Sjáumst aftur.”

Aldís Arna Tryggvadóttir, 27 ára Greinandi á verðbréfamarkaði

“Námskeiðið bætti mikið lestrartækni þannig að úthald til lesturs er mun meira og þreyta minni. Var sérstaklega ánægð með hvað skilningur jókst mikið meira en ég átti von á.”

24 ára nemi.

Hafði ekki trú á að þetta námskeið myndi skila mér jafn miklum árangri og það hefur gert.  Á eftir að hjálpa mér mikið í námi næstu árin. Þetta er tækni sem allir ættu að læra að nýta sér.”

Ingunn Bjarnadóttir, 29 ára nemi.

Frábært námskeið með mjög góðum kennara sem hefur mikla þekkingu á efninu.Hjálpar einnig mikið að hafa farið yfir glósutækni, tímastjórnun og fleira.  Námskeiðið stóðst mínar væntingar :-)”

Birna Dröfn Birgisdóttir, 23 ára Meistaranemi í alþjóðaviðskiptum.

“Vel upp sett námskeið, hjálpar mér mikið við námið og við lestur skáldsagna. Mæli eindregið með þessu fyrir alla, ekki bara námsfólk!!

Kristrún Stefánsdóttir, 27 ára nemi.

Mjög gott námskeið, var að auka lesturinn allt að þrefalt á 3 vikum. Meira en ég bjóst við þar sem ég sinnti ekki heimaæfingum eins vel og ég hefði viljað eða lagt var fyrir af skólanum.  Á eftir að nýtast mér vel.

26 ára nemi.

“Námskeið bar árangur.  Ég hef aukið lestrarhraða minn umtalsvert og á eftir að koma til með að nýta mér þetta mikið í lífi og starfi.”

Þóra Atladóttir, 27 ára bankastarfsmaður.

“Tilfinning mín fyrir námskeiðinu er jákvæð.  Kom með tilhlökkun og fer með tilhlökkun.Lestur minn hefur batnað þrátt fyrir að ég hafi ekki gefið mér tíma til æfinga heima við.  En ég erkomin með verkfæri í hendurnar sem ég mun nýta mér.”

Bylgja Dís, 30 ára nemi.

“Hefði aldrei getað trúað því hvað þetta er sniðug aðferð til að lesa.  Kom líka á óvart hve mikið auka efni, s.s. glósutækni, minnisaðferðir, upprifjunartækni, var á námskeiðinu.  Þetta var eins og extra bónus sem nýttist mér rosalega vel. Takk.”

Elín G. Hómarsdóttir, 28 ára nemi.

Það kom mér á óvart hversu auðvelt er að auka lestrarhraða og lesskilning með frekar auðveldum hætti.”

Davíð Hafstein, 27 ára nemi.

Frábært námskeið.  Ég þrefaldaði lestrarhraðann og jók skilning sem nýtist mér mjög vel í mínu námi.

Elsa Jóhannsdóttir, 28 ára nemi.

“Mjög gott og lærdómsríkt námskeið.  Kemur sér vel í náminu sem er framundan.

Björn Ívar Hauksson, 26 ára nemi.

Námskeiðið er gott og gefandi.  Sparar tíma og eykur ánægju af lestri.

Vignir A Svafarsson, 23 ára nemi.

“Ég þrefaldaði lestrarhraðann minn á 3 vikum.  Eitthvað sem ég hélt að væri ómögulegt!  Þetta á eftir að gagnast mér vel í laganáminu enda mikill lestur þar.  Áður komst ég ekki yfir allt lesefnið samhliða verkefnunum á Bifröst en ég er bjartsýn á að það breytist.”

Zanny Lind Hjaltadóttir, 23 ára nemi.

Skýrt og gott námskeið sem veltir manni yfir þann dranga að vera lesblindur.

Logi Bjarnason, 30 ára myndlistarmaður og verðandi heimspekingur.

“Mjög gagnlegt, hef ekki bara aukið hraða á lestrarefni heldur hefur glósutæknin batnað ótrúlega mikið.

Kristrún Karlsdóttir, 27 ára nemi.

“Fékk mig til að líta allt öðrum augum á lestur, s.s. hve miklu máli skiptir að stjórna augunum. Náði að 2-3 falda hraða og bæta skilning í leiðinni = markmiði náð!

Daníela Gunnars., 24 ára nemi.

Eftir að hafa tekið námskeiðið hefur skilningur og hraði stóraukist. Meiri tími hefur orðið til þess að gera eitthvað meira en einungis að vera með bók fasta við hönd og andlitið grafið á milli blaðsíðna.”

Sturla, 29 ára nemi.

Ég fimmfaldaði lestrarhraða minn og bætt skilninginn um tvo heila.  Mjög ánægður og er viss um að þetta eigi eftir að skila sér enn frekar.”

Halldór Smári, 28 ára Iðnaðarmaður.

“Mjög gott námskeið.  Ég var mjög áhugasöm fyrir því.  Ég vissi að ég þarf að læra að lesa miklu hraðar en ég hef vanið mig á.  Eftir námskeiðið er ég mjög sátt við þau tæknilegu atriði sem kennd voru.  Mjög góður kennari sem kemur efninu vel frá sér. Ég hefði þó viljað bæta mig meira, auka hraðann enn frekar.  Tíminn var naumur og mikið að gera.  Á lengri tíma hefði ég getað bætt mig meira.  En ég mun halda áfram að æfa mig.  Snilld að geta setið annað námskeið ÓKEYPIS.

23 ára nemi.

Mér fannst námskeiðið mjög gott og hvetjandi.  Maður var hvattur til að hafa trú á sjálfum sér við lestur og skilning og það fannst mér virka vel, því maður gerði sér í raun enga grein fyrir að það heldur aftur af manni.  Ég sá að það skiptir miklu máli að æfa sig vel og hefði ég viljað gera meira af því.  Ég mæli eindregið með þessu fyrir alla!!”

23 ára nemi.

Uppörvandi og uppbyggjandi námskeið sem hvatti mig áfram og benti mér á vandamál hvað varðar námstækni og hægan lestrarhraða.  Kærar þakkir fyrir mig.”

Hanna Björg Konráðsdóttir, 25 ára nemi.

“Ég fór með vonir um að bæta mig aðeins svo ég kæmist yfir aðeins meira en nú hef ég hraðað mér meir en mig grunaði svo þetta var vel þess virði. Kennslan var skipulögð, farið eftir þörfum hvers og eins í æfingum, tekið fram að aðgangur að kennara sé góður og hann tilbúinn að hjálpa.”

Helga G. Bender, 24 ára nemi í HÍ.

“Námskeiðið stóð undir væntingum mínum.  Ég bjóst við að 2-3 falda hraðann og auka skilning og bæði markmiðin stóðust.

Guðjón Guðmundsson, 23 ára háskólanemi.

“Fyrir námskeiðið hafði ég litla trú á að það væri raunhæft að þrefalda lestrarhraða á sex vikum.  Nú hef ég hins vegar sannað fyrir sjálfum mér að það er hægt.  Þessi lestrarhraði spara mér orðið mikinn tíma í náminu og lestri almennt.Ég þakka fyrir markvissa kennslu og góða fylgni skólans með árangri hjá manni.”

27 ára nemi.

“Námskeiðið stendur fyllilega undir væntingum.  Á þessum stutta tíma hef ég náð að 3x lestrarhraðann.  Skýrt og hnitmiðað.

Ragnhildur, 26 ára tæknimaður

“Fyrir námskeiðið las ég 143 orð á mínútu!  Eftir þriggja vikna námskeið var lestrarhraðinn kominn í um 700 orð! Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði, kemur til með að nýtast vel jafnt í námslestri, sem og leik og starfi.”

Silja Baldvinsdóttir, 23 ára nemi.

Frábært námskeið. Frábær kennari. Frábær árangur!

Sigrún Helga, 24 ára laganemi.

“Frábært námskeið sem ég mæli með fyrir hvern sem er.  Þrefaldaði lestrarhraða minn á þremur vikum.

Eyþór G. Jónsson, 25 ára viðskiptafræðinemi.

“Var alls ekki með lítinn lestrarhraða þegar ég byrjaði, en fannst rúm til að bæta mig og þá sérstaklega hvað lesskilning varðar.  Í dag er ég búin að tvö-þrefalda lestrarhraðann og lesskilningurinn hefur aukist til muna líka.  Hefur komið sér sérlega vel í náminu mínu.Takk fyrir mig.”

Arna Þ. Árnadóttir, 26 ára nemi í HHS á Bifröst.

“Námskeiðið hefur nýst mér mjög vel.  Ég er að ná að komast yfir meira efni á skemmri tíma, þó það mætti alveg vera betur.  Ég er einnig að glósa betur.  Ég nota núna oftast spurningar sem ég tel vera lykilatriði á námskeiðinu og festa þannig betur í minni.”

Claudie Wilson, 25 ára nemi.

“Já, þótt ég hafi æft mig lítið sem ekkert vegna tímaskorts þá þrefaldaði ég samt lestrarhraðann.  Ímyndið ykkur hvað gerist eftir æfingu.”

Michal Tosik, 25 ára Tölvunarfræð.

“Það er ótrúlegt að hraðlestur er ekki orðið skyldufag í skyldunámi. Af hverju að skríða í gegnum textann þegar það er auðveldara að hlaupa.”

Einar, 29 ára eilífðarstúdent.

“Lestrartæknin kemur fyrst og fremst við upprifjunarnámskeiðið [þegar æviábyrgðin er notuð]  Hraðinn og þjálfunin kemur fyrst þá.  Hef mælt með þessu námskeiði við aðra og held því áfram. Takk fyrir mig :-)”

Elsa Eðvarðsdóttir, 30 ára nemi.

Fyrir mann með lesblindu eins og mig hafði ég mjög gott af þessu og náði bæði hraða og skilning vel upp.  Takk fyrir.”

Andri Már Blöndal, 29 ára Stálsmiður/faðir í fæðingarorlofi.

Ég þrefaldaði hraðann og jók vitneskju mína mikið. Er gáfaðari í dag en fyrir 3 vikum.”

Dóra Dögg Kristófersdóttir, 25 ára nemi.

“Það hitti þannig á að ég náði ekki að sinna þessu einsog ég vildi vegna álags á öðrum stöðum. Mér blöskraði hvað ég náði að bæta hraðann minn margfalt og auka skilninginn, miðað við litla heimavinnu.

Barði, 24 ára verkfræðinemi.

“Áður en ég fór á námskeiðið hélt ég að ég væri með lesblindu eða athyglisbrest, en ég er búinn að gleyma þeim pælingum núna.  Frábært námskeið sem gefur manni nýja innsýn á lærdóminn í skólanum.”

Bjarni Magnússon, 23 ára nemi.

“Frábært, þetta virkar!

Árni Guðmundsson, 24 ára háskólanemi.

Námskeiðið hvetur mann áfram.  Eykur sjálfstraust.  Eykur áhuga á námi. Persónuleg ráðgjöf og áhugi kennara á að svara spurningum hafði mjög mikið að segja.  Náði mun meiri árangri en ég hafði nokkurn tímann vonast eftir.  Takk fyrir mig.

Rakel Þorleifsdóttir, 26 ára Háskólanemi.

“Við vorum tvær vinkonur sem ákváðum að prófa námskeiðið eftir að við vorum byrjaðar að dragast aftur úr í námi.  Ég efaðist um hvort ég ætti að týma að eyða tíma í námskeiðið og ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér.  Ég nánast þrefaldaði lestrarhraðann á þriggja vikna námskeiði og mun hiklaust nýta mér æviábyrgðina til að bæta hraðann enn frekar.”

23 ára sálfræðinemi.

“Virkilega gagnlegt námskeið og frábært að fá í tölvupósti frá skólanum upplýsingar um þann árangur sem ég var að ná.  Virkilega skjót svörun hjá kennara sem mér þykir mjög mikilvægt.”

Kristín Á., 25 ára ráðgjafi.

Frábært námskeið, kennsla markviss og góð. Hlakka til að geta lesið meira en ég hef gert hingað til og ná efninu almennilega.”

Kristín Lilja, 30 ára ráðgjafi.

Námskeiðið hefur aukið lestrarhraða þó hann hafi verið ágætur fyrir.”

Elísabet H Salvarsdóttir, 29 ára Sérfræðingur á markaðssviði.

“Fór á námskeiðið með það í huga að bæta smá við lestrarhraða minn þar sem ég hef stundum verið að drukkna í lesefni í skólanum og sjaldnast komist yfir allt lesefnið.  Nú hef ég enn meiri trú á sjálfri mér og er því óhrædd við að takast á við þriðja veturinn og BA ritgerðina.  Ég mun án efa halda áfram að æfa mig til að auka hraðann enn meira og á jafnvel eftir að sitja námskeiðið aftur.”

Hrefna Gerður Björnsdóttir, 25 ára lögfræðinemi.

“Þetta námskeið kom mér mjög á óvart og náði ég meiri árangri en ég nokkurntímann bjóst við.Mjög sniðugt fyrir fólk með börn sem er í skóla og vinnu.

Agnes Þorleifsdóttir, 23 ára nemi.

“Mjög lærdómsríkt og nytsamlegt námskeið.  Kemst yfir meira efni á skemmri tíma.

Guðrún Svava Pálsdóttir, 26 ára Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurfræðinemi.

“Ég var búinn að gera mér það ljóst að þetta yrði erfitt en ég vissi ekki alveg að það yrði svona mikil heimavinna, en hún skilaði sér í árangri og kom ég sjálfum mér á óvart, því ég hef alltaf lesið hægt. Ég er mjög ánægður með útkomuna og ætla að mæla með þessu námskeiði.”

Stefán Elfar G., 25 ára Smiður.

“Ég þurfti að auka lestrarhraða minn vegna þess mikla lesefnis sem kennt er í mínu fagi.  Að hafa setið hraðlestrarnámskeiðið hefur aukið lestrarhraða minn mikið og ég hlakka til að geta nýtt mér þessa tækni í framtíðinni.  Námskeiðið bar margfaldan árangur þess sem ég bjóst við.”

28 ára nemi.

Frábært námskeið sem eflir sjálfstraust manns. Mun vafalaust hvetja margan áfram í lífinu :-)”

Silja R, 27 ára líffræðinemi.

Væntingarnar voru gríðarlega miklar, (tímasparnaður framtíðarinnar átti að vera geysilegur) og námskeiðið stóðst væntingarnar!

Ásdís Pálsdóttir, 25 ára fulltrúi.

Námskeiðið opnaði augu mín fyrir nýrri lestrartækni og vekur áhuga á hvers konar þekkingarleit.”

Gunnar Örn Petersen, 26 ára laganemi.

“Námskeiðið er mjög gagnlegt þeim sem vilja komast yfir stærri hluta af þeim upplýsingum sem í boði eru.  Hvort sem það er í leik eða starfi.”

Jón Ævar Pálmason, 29 ára Verkfræðingur.

Námskeiðið bar góðan árangur. Var reyndar ekki nógu duglegur við heimanámið.  Kosturinn er sá að úr því get ég bætt síðar, bæði sjálfur eða sest inn á nýtt námskeið FRÍTT.”

Birkir, 23 ára nemi.

Frábært námskeið. Mjög faglegt og tíminn vel nýttur.  Ég hlakkaði alltaf til að koma og að gera heimaæfingarnar.  Ég náði árangri sem ég er sátt við og kom mér á óvart.  Vildi að ég hefði lært meira heima.  Takk fyrir mig og sjáumst seinna.”

Halldóra Guðmars, 29 ára starfsmaður á fjármálamarkaði.

“Gott námskeið, bar þann árangur sem ég leitaði eftir, hef aukið lestrarhraða minn fjórfalt, sem er mun meira en ég bjóst við.”

Jakob B. Jakobsson, 24 árs nemi.

“Þetta námskeið hjálpaði mest við að bæta einbeitinguna og að festast ekki í einstaka atriðum í lestrinum heldur halda alltaf áfram. Þannig hef ég komist yfir mun meira námsefni á skemmri tíma. Maður þarf samt að vera samviskusamur því þetta er ekki töfralausn.”

Ólína Viðarsdóttir, 23 ára nemi í sálfræði við HÍ.

“Ég hef alltaf haft áhuga á hraðlestrarnámskeiði.  Núna lét ég verða af því að drífa mig og sé eftir því að hafa ekki gert það fyrr.  Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.

Ester Ýr Jónsdóttir, 25 ára nemi + kennari.

“Enginn ætti að láta þetta framhjá sér fara.  Á skipulegan og skjótvirkan hátt er hægt að margfalda lestrarhraða án þess að það bitni á skilning. Samfara lestri er námstækni sem nýtir aukin afköst lesturs og tryggir að það sem lesið er gleymist ekki.”

Þorvaldur H., 24 ára lögfræðinemi.

“Fyrir námskeiðið vildi ég aðeins bæta lestrarhraðann.  En það sem kom mér mest á óvart var aðekki eingöngu les ég hraðar, heldur allt öðruvísi.  Ég les með betri skilningi og kann mun betur að vinna úr efninu eftir lestur sem hefur í för með sér margfalt meiri skilning.”

Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi.

“Fyrir þetta námskeið hafði ég væntingar um að bæta lestrarhraða minn og skilning, nú þegar því er lokið hef ég aukið leshraða minn og skilning umtalsvert en fyrir mestu er að ég hef öðlast skilning á því hvernig ég get bætt mig sjálfur enn meir.”

Vilmar F. Sævarsson, 24 ára nemi í Viðskiptalögfræði.

Árangur minn á námskeiðinu gekk langt fram úr vonum mínum. Það gaf mér það gott sjálfstraust í lestrarhæfni minni að ég ákvað að hefja nám á ný og mennta mig.”

Benedikt Bjarnason, 27 ára Nuddari.

“Mér fannst þetta námskeið skila mér alveg gríðarlega miklu. Ekki einungis tókst mér að nær þrefalda lestrarhraða minn heldur vakti þetta aftur löngun mína til að fara að lesa góðar bækur. Einnig get ég ekki beðið eftir að koma höndum yfir skólabækurnar og prufa að nýta mér alla þá náms- og lestrartækni sem ég lærði hér.”

Daníel Tryggvi, 25 ára Háskólanemi.

„Ég kom hér inn með ákveðnar væntingar um námskeiðið og voru þær væntingar uppfylltar og rúmlega það. Þetta er eitthvað sem allir ættu  að tileinka sér því lestur ýmiskonar upplýsinga er orðið mjög mikilvægt í dag.  Kennarinn er þægilegur og þótt ég hafi bara verið að læra að „lesa“, var þetta mjög skemmtilegt.

Birgir Ó. Sigmundsson, 25 ára Háskólanemi.


FRÍR PDF bæklingur fyrir þig!

Hér má finna ýmis hjálpleg ráð til að lesa mikið meira - með meiri einbeitingu og lesskilningi - í skáldsögum, námsbókum eða handbókum!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

FRÍ-bækur Hraðlestrarskólans

Undanfarin ár hefur Hraðlestrarskólinn verið að gefa nemendum sínum aðgang að nokkrum þekktum íslenskum ritverkum á rafrænu formi og hér má sjá hluta af bókunum sem eru í boði. Eru þær hugsanlega á leslista í þínum skóla? >> Smelltu bara á þá bók sem þú vilt sækja - FRÍTT fyrir þig!

Hve hratt lest þú í dag? - FRÍTT námskeið fyrir þig!

Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!

Close

50% Lokið

4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Viltu fá pósta* þar sem ég útskýri hvaða FJÓRAR lestrarvenjur kunnáttusamir afbragðs lesendur hafa tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur?

Smelltu nafni og netfangi inn í formið  hér að neðan og þú færð póst innan nokkurra mínútna með frekari upplýsingum!
*Engar áhyggjur því þú getur alltaf tekið þig af póstlistanum með því að smella á 'unsubscribe' neðst í póstum frá mér.